16.01.2017
Tuttugu og tveir eru skráðir í fisktækninám í MTR og stunda það af kappi. Námsgreinar á vorönn eru stærðfræði, íslenska og fiskvinnsluvélar. Námið er samstarfsverkefni Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, Fisktækniskóla Íslands og MTR.
Lesa meira
13.01.2017
Þrír kennarar við Hönnunar- og listaskólann í Riga í Lettlandi hafa í vikunni fylgst með námi og kennslu á listabraut MTR. Hönnunar- og listaskólinn var áður almennur framhaldsskóli en er nú sérhæfður á sviði lista og hönnunar. Nemendur eru tæplega fimm hundruð en kennarar tæplega eitt hundrað.
Lesa meira
12.01.2017
Tobias Kiel Lauesen er danskur listamaður sem rannsakar hegðun fólks og gerir tilraunir til að hafa áhrif á hana í verkum sínum. „Festur upp á þráð“ er verk þar sem hann notar eigin líkama við sviðsetningu tilraunar.
Lesa meira
03.01.2017
Kennsla hefst 4. janúar kl. 8:30, sá dagur er einnig síðasti skráningardagur í fjarnám við skólann. Stundatöflu má finna í Innu (www.inna.is), viðfangsefni náms allra nemenda verða þá tilbúin í Moodle (moodle.mtr.is).
Lesa meira
17.12.2016
Sextán stúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Sex af náttúrufræðibraut, fjórir af félags- og hugvísindabraut, tveir af íþrótta- og útivistarbraut, einn af listabraut og þrír með viðbótarnám til stúdentsprófs eftir starfsnám.
Lesa meira
16.12.2016
Haustútskrift skólans verður 17. desember klukkan 11:00 í Ólafsfjarðarkirkju. Allir velkomnir. Eftir útskrift eru allir gestir boðnir í léttar veitingar í skólanum.
Lesa meira
13.12.2016
Á sýningu á fjölbreyttum verkum nemenda á haustönninni má meðal annars sjá lokaverkefni úr enskuáfanga á öðru þrepi. Uppleggið var að nýta tungumálið á skapandi hátt. Það bárust smásögur, leiðbeiningar um kvikmyndaförðun, ratleikir, myndband, myndasögur, sendibréf og forvarnabæklingur.
Lesa meira
10.12.2016
Fjölbreytni var í fyrirrúmi á lokasýningu annarinnar í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Verk nemenda úr fjölmörgum námsgreinum voru til sýnis og kynntu nemendur verk sín. Auk þess söng hópur nemenda með kór eldriborgara úr Fjallabyggð og útskriftarnemendur seldu kökur og annað góðgæti til styrktar útskriftarferð sinni.
Lesa meira
09.12.2016
Í lok hverrar annar hafa nemendur og kennarar skapað þá hefð að keppa í þeirri íþróttagrein sem er kennd hverju sinni. Í þetta sinn var það körfubolti og voru þrjú lið skráð.
Lesa meira