Gestir úr Síðuskóla

Hópmynd GK
Hópmynd GK

Liðlega fjörutíu nemendur í 10. bekk Síðuskóla á Akureyri kynntu sér nám og aðstöðu í MTR í morgun. Hópurinn var áhugasamur, ekki síst um einstakar brautir svo sem útivistarbraut og einnig að hér eru fá próf og engin lokapróf. Gestirnir skoðuðu myndlistarstofuna, tónlistarstofuna, efnafræðistofuna og útikennslustofuna. Þeir fengu líka að sjá myndbönd sem sýna nemendur í útivistaráföngum klifra í klettum, renna sér á skíðum, brimbrettum og hundasleðum. Einnig ýmis skemmtileg myndbönd sem nemendur MTR hafa gert og skilað í áföngum á borð við ensku og inngang að réttarvísindum.

Inga Eiríksdóttir og Vera Sólveig Ólafsdóttir sáu um og skipulögðu móttöku gestanna úr Síðuskóla.