Kvöldverður á Klöru

Lokaverkefni nemenda í áfanganum „matur og menning“ er vegleg matarveisla á Kaffi Klöru. Þetta verður hlaðborð þar sem meðal rétta verður kjötsúpa og kjúklingasúpa, einnig hægeldað lambalæri, litlar kjúklingabollur og djúpsteiktar rækjur með margvíslegu meðlæti. Eftirréttir verða marengs, skúffukaka og pönnukökur. Veislan hefst klukkan 19:00 annað kvöld, miðvikudagskvöld og stendur til klukkan 22:00. Ágóðinn rennur til Iðjunnar, vinnustofu fatlaðra á Siglufirði. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á Fb-hópnum „Matarveisla á Kaffi Klöru á vegum nemendahóps úr MTR“.