Naustaskólnemar í heimsókn

Hópmynd GK
Hópmynd GK

Vænn hópur nemenda í tíunda bekk Naustaskóla heimsótti MTR í vikunni til að kynna sér nám og aðstöðu í skólanum. Hópurinn notaði tækifæri til að skoða sig um víðar í Fjallabyggð og fór meðal annars á Síldarminjasafnið á Siglufirði. Í MTR voru krakkarnir áhugasamir um tölvur og tæknina alla sem hér er notuð. Einnig vakti nám á útivistarbraut mikla athygli sumra nemenda. Þá þótti aðstaða nemenda álitleg.