Undraheimur efnahvarfanna

Sykurgos mynd GK
Sykurgos mynd GK

Í áfanganum EFNA2EE05 læra nemendur um atóm, frumefni og efnasambönd. Þar er farið uppbyggingu atómsins og hvernig hún ákveður staðsetningu efnisins í lotukerfinu. Efnahvörf sýna hvernig atóm mismunandi frumefna haga sér þegar þau hitta atóm annarra frumefna. Þetta getur verið spennandi að læra um með því að gera tilraunir. Myndirnar sem fylgja þessari frásögn sýna hvað gerist þegar mismunandi tegundum af sykri er blandað í brennisteinssýru. Nemendur fengu fyrst að giska á hvað myndi gerast. Síðan var venjulegum sykri blandað í sýruna. Þá var komið að því að athuga hvort atburðarásin yrði önnur ef notaður væri flórsykur í stað venjulegs sykurs en þetta er alveg sama efni á lítillega breyttu formi. Í tilviki flórsykursins gerðust efnahvörfin svo hratt að nemendur misstu af atburðinum og Vera Sólveig Ólafsdóttir kennari varð að endurtaka tilraunina. Video