Ráðstefna í Rúmeníu
Kennarar MTR létu til sín taka á ráðstefnu Evrópskra samtaka um upplýsingatækni í skólastarfi (EcoMediaEurope) í Iasi í Rúmeníu í síðustu viku. Sex kennarar kynntu starf sitt og aðferðir fyrir kennurum frá fjölmörgum ríkjum. Auk þess fjallaði skólameistari um uppbyggingu og sérstöðu skólans og dr. Þuríður Jóhannsdóttir sagði frá rannsóknum sínum á skólanum.
Inga Eiríksdóttir sagði frá stærðfræðikennslu á netinu og einnig notkun teiknimynda í námi og kennslu og Ida Semey kynnti notkun samfélagsmiðla í námi og einnig fjarnám í tungumálum ásamt Valgerði Ósk Einarsdóttur. Lísebet Hauksdóttir sagði frá fjarkennslu í íþróttum og útivist og Birgitta Sigurðardóttir greindi frá því hvernig hægt er að nota upplýsingatækni í öllu námi og Þórarinn Hannesson og Valgerður Ósk fjölluðu um kennslu í frumkvöðlafræði. Kynningarnar gengu vel og vöktu athygli og MTR kennarar kynntust mörgu skemmtilegu og áhugaverðu fólki og mynduðu tengsl við það. MYNDIR