Móðurmál og myndlist

Pétur mynd GK
Pétur mynd GK

Starfsbrautarnemendur spreyta sig nú í íslenskuáfanga sem kenndur er með nýju sniði. Blandað er saman námi í myndlist og móðurmáli. Nemendur semja sögur, ævintýri og ljóð og teikna svo og mála persónur sem þar koma fyrir og sögusvið þeirra. Þegar hér er komið sögu hafa flestir lokið mótun umhverfis og í morgun lá fyrir að skapa persónurnar.
Ferlið á meðal annars að reyna á sköpunargáfu, skipulagshæfileika og úthald nemenda. Kennarar í áfanganum eru Þórarinn Hannesson og Karólína Baldvinsdóttir. Myndir