Spaghetti mynd Haukur Orri
Nokkrir nemendur nutu leiðsagnar í matreiðslu, saumum og vefnaði í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað í miðannarvikunni. Auk formlegs náms kynntust þau nemendum úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað. Tilboðið var undir hatti Fjarmenntaskólans.
Í matreiðslu voru gerðir réttir frá Japan, Ítalíu og Frakklandi. Nemendur sem fóru austur segjast nú kunna að gera sushi, pasta frá grunni og elda franska lauksúpu. Auk þess bauðst nemendum að prófa vefstól og sauma í saumavél. Sumir reyndu þetta og komu með trefla, húfur eða joggingbuxur heim. Samtals voru hátt í þrjátíu nemendur saman á Hallormsstað þessa daga og undu sér vel. Hægt er að kynna sér starfið á Hallormsstað hér: https://www.facebook.com/hushall.is/ Myndir