Ánægðir enskir gestir

Tæplega þrjátíu manna hópur frá University Campus Weston and Weston College í grennd við Bristol á Eglandi var við æfingar hér í Ólafsfirði á vegum MTR á mánudag. Nemendurnir voru á aldrinum átján til tuttugu og eins árs. Þeir eru að undirbúa sig fyrir að verða lögreglu-, sérsveitar- eða hermenn í þjónustu hennar hátignar.

Nemendur MTR í útivistaráfanga aðstoðuðu Lísebet Hauksdóttur, Gest Hansson og Tómas Atla Einarsson við að skipuleggja og stjórna æfingum gestanna. Hópnum var skipt í tvennt, helmingurinn fór á fjallaskíði á meðan hinir stunduðu ísklifur og svo var skipt um hádegi. Eftir bröltið í fjöllunum fóru allir í sjósund og loks í heita pottinn í sundlauginni í lok dagsins. Nemendur og kennarar frá Weston and Weston skólanum voru gríðarlega ánægðir með móttökur og æfingaaðstöðu á Tröllaskaga. Myndir