Fréttir

Afnám gjaldeyrishafta

Sóley Lilja Magnúsdóttir var með kynningu í stjórnmálafræðitíma í gær og valdi að gera grein fyrir afnámi hafta, sem var merkilegasta innlenda fréttin í síðustu viku að flestra mati. Sóley Lilja gerði grein fyrir átæðum þess að höftin voru sett á og hvernig þau virkuðu fyrir fólk og fyrirtæki. Fram kom að gjaldeyrishöft gætu aukið hættu á spillingu og einnig að áformað hefði verið að afnema þau miklu fyrr.
Lesa meira

Hamingja á Hallormsstað

Nokkrir nemendur nutu leiðsagnar í matreiðslu, saumum og vefnaði í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað í miðannarvikunni. Auk formlegs náms kynntust þau nemendum úr Menntaskólanum á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað. Tilboðið var undir hatti Fjarmenntaskólans.
Lesa meira

Ánægðir enskir gestir

Tæplega þrjátíu manna hópur frá University Campus Weston and Weston College í grennd við Bristol á Eglandi var við æfingar hér í Ólafsfirði á vegum MTR á mánudag. Nemendurnir voru á aldrinum átján til tuttugu og eins árs. Þeir eru að undirbúa sig fyrir að verða lögreglu-, sérsveitar- eða hermenn í þjónustu hennar hátignar.
Lesa meira

Heimsókn til Riga

Þrír kennarar frá MTR störfuðu í hinni fornfrægu borg Riga, höfuðborg Lettlands, í miðannarvikunni og heimsóttu Hönnunar- og listaskólann, eða Rīgas Dizaina un Mākslas Vidusskola, eins og hann nefnist á lettneskri tungu. Sendiefndina frá Tröllaskaga skipuðu þau þau Karólína Baldvinsdóttir, Sigurður Mar og Valgerður Ósk Einarsdóttir.
Lesa meira

Afurðir miðannarvikunnar gefnar

Á námskeiðinu “Raspberry Pi spilakassi” samnýttu nemendur töfra forritunar, Raspberry Pi og Ikea til þess að búa til spilaborð, sem eru ólík öllu öðru. Þeir smíðuðu spilaborðið úr IKEA lack borði og notuð svo Raspberry Pi tölvu til að setja inn klassíska tölvuleiki. Auðvitað voru tilheyrandi stýripinni og takkar og hátalarar á hverju borði.
Lesa meira

Sólkerfið í miðannarviku

Nokkrir nemendur hafa í miðannarvikunni lært um stjörnufræði hjá Robert Louis Pells. Þetta hefur verið áhugavert og skemmtilegt námskeið segir Rebekka Ellen Daðadóttir. Hún segir þau hafi lært um sólkerfið, reikistjörnurnar og hvernig stjörnurnar, sólin og tunglin verða til.
Lesa meira

Tjáning án orða

Í einum áfanga miðannarvikunnar einbeitir hópurinn sér að því að skoða og skilgreina líkamstjáningu, öll skilaboðin sem við gefum, án orða, sum viljandi en önnur án þess að við vitum af. Gert verður myndband um samskipti af þessu tagi. Vinnuheitið er „Hundrað leiðir til að tjá sig“.
Lesa meira

Heilsuvernd og hreyfing

Miðannaráfanga um heilsuvernd og hreyfingu kennir Gurrý, þjálfari í Biggerst loser. Þar er markmiðið að efla vitund þátttakenda um heilsusamlegt líferni og forvarnir og að nemendur læri að ákveða mataræði án áhrifa frá markaðsöflum. Áfanginn skiptist í fyrirlestra og hreyfingu. Í dag voru meðal annars gerðar crossfitæfingar eins og myndirnar sýna.
Lesa meira

Furðuverur á ferli

Gestkvæmt var í skólanum í dag og allir gestirnir uppábúnir. Brugðið hefur fyrir ýmsum þekktum fígúrum úr teiknimyndum og jafnvel þjóðsögum. Stöku heimamaður hefur líka tekið á sig gervi og fór þar fremstur í flokki skólameistarinn. Nemendur og starfsmenn hafa notið söngs margra barna og þau hafa þegið sælgæti að launum.
Lesa meira

Þorbjörg Eva á heimsmeistaramóti

Á Akureyri stendur yfir stórmót í íshokkí. Þetta er heimsmeistaramót kvenna í 2. deild, B riðli. Meirihluti íslenska liðsins á rætur að rekja til Akureyrar, þar á meðal Þorbjörg Eva Geirsdóttir sem stundar nám við MTR. Hún býr í Noregi og er fjarnemi. Auk Íslands leika lið frá Rúmeníu, Mexíkó, Spáni, Tyrklandi og Nýja Sjálandi á mótinu.
Lesa meira