Hundasleðar mynd GK
Útivist í snjó, heitir áfangi þar sem nemendur fá að kynnast ýmsum vetraríþróttum ásamt því að læra hvernig á að bera sig að við ýmsar aðstæður sem upp geta komið í fjallaferðum að vetri. Við vorum svo heppin að hjónin María og Gunnar komu frá Akureyri með hundasleðana sína ásamt átta Síberíu-husky. Í þessari íþrótt er keppt og voru þau um síðustu helgi við keppni á Mývatni. Nemendur MTR fengu að reyna sig á sleðunum við mikla gleði. Þetta var mikil upplifun ekki síst fyrir þá sem eiga erfitt með að vera nálægt hundum. Þessi tegund hefur oft fengið neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum þannig að segja má að komið hafi á óvart hversu mikil ljúflyndis dýr þetta reyndust vera. Myndir