Arnór og Páll mála mynd GK
Í miðannaráfanga smíðuðu nokkrir nemendur frá grunni gamaldags spilakassa. Hann hentar til að spila klassíska tölvuleiki, þrjátíu til fjörutíu ára gamla. Mikil orka og tími fór í sjálfa trésmíðina en uppsetning vél- og hugbúnaðar tók líka sinn tíma. Markmið í áfanganum var að veita nemendum þekkingu og skilning á tækjaforritun. Þeir áttu líka að öðlast leikni í að greina og skilja hugbúnað og vélbúnað og samspil þeirra og geta beitt bilanagreiningu, leyst vandamál og gert við. Spilakassinn verður aðgengilegur í opnu rými í skólanum.
Annað verkefni í áfanganum var að gera klára Alexu, gervigreindartæki sem hægt er að nota til ýmissa hluta en mun til að byrja með stýra hljóði í Hrafnavogum. Myndir
Kennari í áfanganum var Eyþór Máni Steinarsson.