Frábærar móttökur á Lanzarote

Mynd Ida Semey
Mynd Ida Semey

Hópar nemenda frá MTR og PT framhaldsskólanum á Ítalíu hafa fengið gríðarlega góðar móttökur hjá samstarfsskólanum á Lanzarote. Opinber móttaka var fyrir nemendahópinn, kennara þeirra og leiðbeinendur hjá bæjarstjóranum í ráðhúsinu í Tías í gær. Verkefnið, sem snýst um valdeflingu og sjálfbærni var í sjónvarpsfréttum á Lanzarote í gær. Í fréttinni má m.a. sjá og heyra Hauk Orra þenja nikkuna í móttökunni: https://www.youtube.com/watch?v=xljDNc8G_iI&feature=youtu.be Fleiri fjölmiðlar á eyjunum hafa fjallað um verkefnið, meðal annars fimm dagblöð.

Í gær skoðaði hópurinn eldfjallagarðinn á Lanzarote, sem er einn af helstu seglum ferðaþjónustunnar á eynni. Þetta er upplifunarstaður og sló hann í gegn hjá íslensku og ítölsku þátttakendunum. Nemendurnir skoðuðu líka eldfjallahúsið sem er hannað af César Manrique. Hann var listamaður, arkitekt og frumkvöðull í uppbyggingu hógværrar ferðaþjónustu með lágreistum byggingum á Lanzarote.  Í dag eru heimamenn með kynningu á ferðaþjónustu á eynni, hópurinn fær leiðsögn í skapandi skrifum og svo reyna menn sig íþróttum og leikum sem stundaðir eru á haffletinum.