MTR – Stofnun ársins

Þriðja árið í röð er Menntaskólinn á Tröllaskaga stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana, með 20-49 starfsmenn. MTR var með næsthæstu einkunn allra stofnana, aðeins Persónuvernd var hærri. Viðurkenningarnar voru afhentar í höfuðstaðnum síðdegis í gær. Val á fyrirmyndarstofnunum er í höndum starfsmanna sem taka þátt í könnun á vegum SFR stéttarfélags, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og VR. Þetta er ein stærsta vinnumarkaðskönnun sem gerð er árlega hér á landi. Tilgangur hennar er að hvetja stjórnendur til að gera vel við starfsmenn. Spurt er um trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti á vinnustaðnum. Lára Stefánsdóttir, skólameistari, Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari og kennararnir Birgitta Sigurðardóttir og Inga Eiríksdóttir fóru suður og voru við afhendingu viðurkenningarinnar í gær.