Heilsuvernd og hreyfing

Miðannaráfanga um heilsuvernd og hreyfingu kennir Gurrý, þjálfari í Biggerst loser. Þar er markmiðið að efla vitund þátttakenda um heilsusamlegt líferni og forvarnir og að nemendur læri að ákveða mataræði án áhrifa frá markaðsöflum. Áfanginn skiptist í fyrirlestra og hreyfingu. Í dag voru meðal annars gerðar crossfitæfingar eins og myndirnar sýna.

Ólöf Rún Ólafsdóttir, ein nemendanna í hópnum segir að Gurrý skipuleggi daginn þannig að byrjað sé í skólastofu og farið yfir eitthvert efni sem hún ákveður, síðan sé farið í ræktina eða íþróttasalinn og gerðar æfingar, með eða án tækja í tvær klukkustundir. Eftir sturtu og hádegismat sé síðan fyrirlestur og einhver lærdómur í tengslum við heilbrigði og hreyfingu. Í lok dags hafi síðan verði yoga. Hluti vinnunnar í áfanganum fari fram í hópum. Í lok áfangans, á föstudag, eigi hóparnir að fara yfir og kynna innihald í þremur matvörum sem hver hópur hefur valið. Ólöf Rún segist vera ánægð með prógrammið og sátt eftir daginn. Krakkarnir æfi vel og svo sé gott að enda á hugleiðslu og taka smáslökun í lok dagsins. Myndir