Úrval í miðannarviku

MTR mynd GK
MTR mynd GK

Viðfagngsefni sem nemendur geta valið úr í miðannarviku verða fjölbreyttari á þessari önn en nokkru sinni fyrr. Hægt er að velja milli fimm ólíkra áfanga sem kenndir verða hér Ólafsfirði en einnig eru í boði þrír áfangar í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Valið hefst á mánudag.

Stjörnuskoðun – inngangsáfangi að alheiminum – er í boði, kenndur af Robert Pells á ensku. „Hef ekki hugmynd“ er áfangi til að virkja sköpunarkraftinn með því að kynnast aðferðum sem notaðar eru í hugmyndavinnu. Leigðbeinandi er Herborg Eðvaldsdóttir, nemi í listkennslu við Listaháskóla Íslands. Áfanga um heilsuvernd og hreyfingu kennir Gurrý, þjálfari í Biggerst loser. Þar er markmiðið að efla vitund þátttakenda um heilsusamlegt líferni og forvarnir og að nemendur læri að ákveða mataræði án áhrifa frá markaðsöflum. Í Raspberry Pi námskeiði er áhersla á forritun, samsetningu vélbúnaðar og tölvuleikjagerð. Þá er í boði námskeið um manninn, menninguna og umhverfið. Kannaðar verða fljölbreyttar leiðir lista til að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál. Leiðbeinendur eru Sigríður Liv Ellingsen og Dagrún Magnúsdóttir, nemar í listkennslu við Listaháskóla Íslands.

Á Sauðárkróki er hægt að fara í Lista- og tæknismiðju, læra að gera hreyfimyndir og læra að nota handverkfæri í tréiðn. Tvær einingar fást fyrir fimm daga áfangana hér heima en verkefnin í FNV taka þrjá daga og gefa eina einingu. Miðannarvikan er 6. til 10. mars en skráningu lýkur 22. febrúar klukkan 15:45.