Vertu næs!

Innflytjendur hér á landi upplifa stundum fordóma og líka andstæðar væntingar heimamanna. Skilaboðin séu að þeir eigi að læra íslensku og tala hana en svo þegar þeir fari að æfa sig í daglegu lífi nenni ekki allir að hlusta og bíða eftir að þeir finni réttu orðin. Þetta kom fram hjá Aleksöndru Chilipala og Juan Camilo sem heimsóttu MTR í morgun og töluðu um væntingar fólks frá öðrum löndum sem vill búa á Íslandi. Bæði eru nýir Íslendingar og sérfræðingar í fjölmenningu.

Innflytjendur hér á landi upplifa stundum fordóma og líka andstæðar væntingar heimamanna. Skilaboðin séu að þeir eigi að læra íslensku og tala hana en svo þegar þeir fari að æfa sig í daglegu lífi nenni ekki allir að hlusta og bíða eftir að þeir finni réttu orðin. Þetta kom fram hjá Aleksöndru Chilipala og Juan Camilo sem heimsóttu MTR í morgun og töluðu um væntingar fólks frá öðrum löndum sem vill búa á Íslandi. Bæði eru nýir Íslendingar og sérfræðingar í fjölmenningu.

Þau sögðu að bein mismunun væri sjaldgæf en fólk yrði stundum fyrir fordómum – fyrirframskoðunum um fólk sem byggðust á staðalmyndum en ekki á staðreyndum. Juan sagðist stundum hafa verið spurður hvenær hann ætlaði heim. En hann væri kólumbískur Íslendingur, sem hefði fundið hér ást og vináttu og hefði líka tilfinningar til landsins. Hann ætti einfaldlega heima hér – en á sama tíma væri hann Kólumbíumaður með rætur og fjölskyldutengsl þar.

Í „vertu næs“ átaki Rauða krossins felst áskorun um að láta uppruna, litarhaft og trúarbrögð ekki skipta máli og koma fram við allt fólk af virðingu. Þau sögðu að fordóma gætti almennt alls ekki hjá börnum yngri en sjö ára og nefndu þar að auki sérstaklega að á Ísafirði hefðu þau með engu móti getað greint fordóma fólks í garð útlendinga. Annað ætti hugsanlega við um viðhorf til Bolvíkinga eða Súðvíkinga svo dæmi væri tekið.