Haukur Orri mynd GK
Haukur Orri Kristjánsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut í MTR hefur tekið sæti í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar. Í ungmennaráði stofnunarinnar situr fólk á aldrinum 14-18 ára í samræmi við þann vilja hennar að taka tillit til skoðana ungs fólks og gera það að þátttakendum í ákvörðunum stofnunarinnar.
Haukur Orri Kristjánsson, nemandi á félags- og hugvísindabraut í MTR hefur tekið sæti í nýstofnuðu ungmennaráði Menntamálastofnunar. Í ungmennaráði stofnunarinnar situr fólk á aldrinum 14-18 ára í samræmi við þann vilja hennar að taka tillit til skoðana ungs fólks og gera það að þátttakendum í ákvörðunum stofnunarinnar.
Haukur Orri er fulltrúi UMFÍ í ungmennráðinu ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu. Þar sitja einnig fulltrúar frá Barnaheillum, SAFT, Samfés, Unicef, umboðsmanni barna og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Sjá nánar um ungmennaráð Menntamálastofnunar hér: https://www.mms.is/frettir/stofnun-ungmennarads-menntamalastofnunar