Sölvi og Ýmir mynd GK
Fjarmenntaskólinn og Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafa samið um fjarnám í heilbrigðisgreinum. Stefnt er að því að bjóða fjarnám í læknaritaranámi, heilbrigðisritaranámi, tanntæknanámi, lyfjatækninámi og sjúkraliðanámi. Það eru bóklegir áfangar sem verða boðnir í fjarnámi en verklegir áfangar verða kenndir í lotum þar sem því verður við komið.
Fjarmenntaskólinn og Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafa samið um fjarnám í heilbrigðisgreinum. Stefnt er að því að bjóða fjarnám í læknaritaranámi, heilbrigðisritaranámi, tanntæknanámi, lyfjatækninámi og sjúkraliðanámi. Það eru bóklegir áfangar sem verða boðnir í fjarnámi en verklegir áfangar verða kenndir í lotum þar sem því verður við komið.
Það er Fjölbrautaskólinn við Ármúla sem áætlar framboð námsgreina og heldur ásamt tilteknum skóla í Fjarmenntaskólasamstarfinu utan um skipulag náms og kennslu á hverri braut. Fjarmenntaskólinn auglýsir, innritar og innheimtir gjöld nemenda sem sækja í gegn um hann. Í samningnum eru enn fremur ákvæði um innheimtu gjalda, skiptingu tekna, umsjón með námi og nemendum og útgáfu prófskírteina.
Framhaldsskólarnir sem mynda Fjarmenntaskólann eru þrettán, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn á Húsavík, Framhaldsskólinn á Laugum, Menntaskólinn á Egilsstöðum, Verkmenntaskóli Austurlands, Framhaldsskóli Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn að Laugarvatni og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum.