Sköpunartilraunir

Tómas leiðbeinir mynd GK
Tómas leiðbeinir mynd GK
Í áfanganum Inngangur að listum er markmiðið að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Nemendur skoðuðu í morgun og prófuðu hugbúnað og tæki sem notað er til að hanna og framleiða vörur og listmuni með geislaskurði.

Í áfanganum Inngangur að listum er markmiðið að opna fyrir sköpunarkraft nemenda og gera þá óhrædda við að prófa, framkvæma og þróa hugmyndir sínar án þess að hræðast útkomuna. Nemendur skoðuðu í morgun og prófuðu hugbúnað og tæki sem notað er til að hanna og framleiða vörur og listmuni með geislaskurði.

Í áfanganum er megináherslan á myndlist, tónlist og listljósmyndun. Nemendur skoða eigin reynslu af listgreinunum og auka þekkingu sína á því út á hvað þær ganga.  Áhersla er lögð á að nemendur auki orðaforða sinn á sviði menningar og lista og geti tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær. Það var Tómas Einarsson sem leiðbeindi nemendum við geislaskurðinn í morgun.  Myndir