Arnar Ómarsson mynd GK
Arnar Ómarsson heimsótti skólann í morgun og fjallaði um tækni og hvernig við notum tækni. Hann sýndi brot úr nýrri heimildarmynd HyperNormalisation sem Adam Curtis gerði fyrir BBC. Þar er fjallað um hvernig tölvukerfi hafa tekið yfir meira og meira af samfélaginu. Spurningin er hvort netið sé táknmynd frelsi eða gildra og verið sé að búa til falska ímynd?
Arnar Ómarsson heimsótti skólann í morgun og fjallaði um tækni og hvernig við notum tækni. Hann sýndi brot úr nýrri heimildarmynd HyperNormalisation sem Adam Curtis gerði fyrir BBC. Þar er fjallað um hvernig tölvukerfi hafa tekið yfir meira og meira af samfélaginu. Spurningin er hvort netið sé táknmynd frelsi eða gildra og verið sé að búa til falska ímynd?
Adam Curtis heldur því raunar fram í myndinni að á síðustu fimmtíu árum eða svo hafi ríkisstjórnir, fjárfestar og ýmsir tæknihyggjumenn smám saman verið að gefast upp á raunheimum og búið til eigin veruleika sem sé stjórnað af stórfyrirtækjum og haldið stöðugum af stjórnmálamönnum.
Arnar hefur áhuga á upplifunum af heiminum, hvernig maður meðhöndlar umhverfi sitt. Hann hefur skoðað kerfisbundið hvernig við skynjum heiminn í gegnum vélar eða tæki, til dæmis myndavélar? Hann prófaði þetta með því að flakka um Reykjavík og mynda skökk tré. Hann hefur líka gert tilraun til að meta listsýningar með aðferðum geimvísinda.
Í fyrirlestri sínum sagði Arnar Ómarsson einnig frá Reitum á Siglufirði þar sem listamenn geta komið og unnið saman þvert á greinar.