Frábært hjá Tinnu

Mynd af síðu Fimleikasambands Íslands
Mynd af síðu Fimleikasambands Íslands
Tinna Óðinsdóttir, fjarnemi við MTR, keppti á heimsbikarmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Þýskalandi um nýliðna helgi. Tinnu gekk mjög vel, hún komst í úrslit í gólfæfingum og endaði í sjötta sæti. Hún stefnir að því að ljúka stúdentsprófi af íþróttabraut í MTR um jólin og læra síðan sjúkraþjálfun við háskólann í Árósum í Danmörku.

 Tinna Óðinsdóttir, fjarnemi við MTR, keppti á heimsbikarmótinu í áhaldafimleikum sem haldið var í Þýskalandi um nýliðna helgi. Tinnu gekk mjög vel, hún komst í úrslit í gólfæfingum og endaði í sjötta sæti. Hún stefnir að því að ljúka stúdentsprófi af íþróttabraut í MTR um jólin og læra síðan sjúkraþjálfun við háskólann í Árósum í Danmörku.

Tinna var ekki nema þriggja ára þegar hún byrjaði að æfa fimleika og hefur gert það allar götur síðan. Hún flutti til Danmerkur fyrir tæpum þremur árum vegna þess að hún eignaðist kærasta í danska landsliðinu í fimleikum. Hún segist einnig hafa frábæran þjálfara í Árósum.

Tinna hefur tekið þátt í sex Evrópumótum, tveimur heimsmeistaramótum og þremur heimsbikarmótum auk nokkurra Norðurlandamóta, Norður-Evrópumóta og Ólympíuleika unglinga.   Hér má sjá gólfæfingar hennar í  Cottbus í Þýskalandi um helgina: https://www.facebook.com/fimleikasamband/?fref=ts