Sjósund mynd GK
Nemendur útivistaráfanga hófu námið með stæl og skelltu sér í sjósund í smábátahöfninni í Ólafsfirði í gær. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sundi og böðum í köldum sjó. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Nemendur útivistaráfanga hófu námið með stæl og skelltu sér í sjósund í smábátahöfninni í Ólafsfirði í gær. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sundi og böðum í köldum sjó. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Sjóböðum fylgja sömu jákvæðu heilsufarlegu áhrif og annari líkamsrækt. Meðal hæfnimarkmiða á íþrótta- og útivistarbraut er að nemendur séu meðvitaðir um umhverfi sitt, hafi lært að njóta þess, virða og nýta á skynsamlegan hátt með sjálfbærni í huga. Lofthiti var 16 stig en sjávarhiti aðeins 9 og eftir sjósundið tóku menn úr sér hrollinn í heitu pottunum í sundlauginni. Myndir