Meiri metnað

Skólasetning mynd GK
Skólasetning mynd GK
Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í sjötta sinn í morgun. Skráðir nemendur eru um það bil þrjú hundruð, þar af liðlega eitt hundrað staðnemar í dagskóla. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur í setningarræðu sinni til að sýna metnað í námi.

Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í sjötta sinn í morgun. Skráðir nemendur eru um það bil þrjú hundruð, þar af liðlega eitt hundrað staðnemar í dagskóla. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hvatti nemendur í setningarræðu sinni til að sýna metnað í námi.
Það sé ekki góð menning að taka með sér út í lífið að gera bara það sem nauðsynlega þarf og slefa í gegn með fimm. Á vinnumarkði sé fólk valið og metið eftir því hvort það hafi metnað til að sinna störfum af samviskusemi og dugnaði reyni ávallt að gera eins vel og hægt er.