Útilega í Héðinsfirði

Útilega
Útilega
Nemendur í áföngunum útivist og fjallamennsku fengu þá þraut að ganga að Vík í Héðinsfirði og gista þar í tjaldi yfir nótt. Þau voru búin að undirbúa sig með því að tjalda á skólalóðinni og voru skotfljót að því á áfangastað. Veðrið var hagstætt í þetta sinn - sól allan tímann.

Nemendur í áföngunum útivist og fjallamennsku fengu þá þraut að ganga að Vík í Héðinsfirði og gista þar í tjaldi yfir nótt. Þau voru búin að undirbúa sig með því að tjalda á skólalóðinni og voru skotfljót að því á áfangastað. Veðrið var hagstætt í þetta sinn - sól allan tímann.
Í fyrri ferðum á þessar slóðir hafa nemendur tjaldað í snjó og það voru allir mjög glaðir að sleppa við það. Frost fór þó í fjögur stig um nóttina en þau sem ekki réðu við kuldann höfðu þann kost að hlýja sér í slysavarnarskýli á vettvangi. Þetta voru 18 krakkar og sváfu tveir til þrír í hverju tjaldi. Morguninn eftir var vaknað snemma og pakkað saman og gengið í átt að Fjarðaránni. Þar lærðu nemendur þverun straumvatna og reyndi kuldinn einnig talsvert á þar. Allir komu heilir til byggða og sögðu nemendur að það hefði verið erfiðast að takast á við myrkrið. Ljósmengun er engin í Héðinsfirði og hugurinn reikaði til álfa og trölla á þessum slóðum. Myndir