Hreyfing og menningarlæsi

Mynd Ida
Mynd Ida
Hópur í námsferð í Alicante á Spáni nýtur sólar og tuttugu og fimm stiga hita í dag. Hjólaferð er á dagskránni. Í gær lærðu nemendur meðal annars að rata og lesa kort, að vera ekki með múður við öryggisverði og klæða sig áður en farið er í sporvagn eða á veitingahús.

Hópur í námsferð í Alicante á Spáni nýtur sólar og tuttugu og fimm stiga hita í dag. Hjólaferð er á dagskránni. Í gær lærðu nemendur meðal annars að rata og lesa kort, að vera ekki með múður við öryggisverði og klæða sig áður en farið er í sporvagn eða á veitingahús.
Gróður er fyrsta þemað sem skila skal myndrænum verkefnum um.  Líka útsýni og landslag, matur, drykkur og götulíf. Göngutúrinn var um Alicanteborg og áhersla á að allir lærðu á sporvagnakerfið. Verslanamiðstöðin reyndist lokuð á sunnudegi - en ekki verður við öllu gert.
Síðasta verk hópsins áður en lagt var í hann var að aðstoða við breytingar í Pálshúsi í Ólafsfirði. Verið er að breyta húsinu í safnahús og tóku nemendur þátt í að flytja húsgögn, bækur og aðra muni á milli hæða auk þess að rífa klæðningu af gólfi á neðri hæð hússins. Verkið var liður í fjáröflun fyrir námsferðina til Alicante. Safnast hafa rúmlega fimm hundruð þúsund krónur sem verða notaðar til að greiða rútuferðir, hádegisverð, aðgöngumiða á söfn, lestarmiða, hjólaferð, siglingaskóla og fleira. Hópurinn þakkar þeim sem hafa veitt styrki til verkefnisins. Myndir