Menning í höfuðstaðnum

Hópmynd með Tolla
Hópmynd með Tolla
Tolli, Sara Oskarsson og Hildur Bjarnadóttir voru meðal listamanna sem nemendur í áföngunum MYNL2GM og MYNL3FM hittu í lista-og menningarferð til Reykjavíkur. Starfandi listamenn voru heimsóttir á vinnustofur sínar og helstu söfnin skoðuð. Ferðin var fábær og lifir með nemendum og kennara.

Tolli, Sara Oskarsson og Hildur Bjarnadóttir voru meðal listamanna sem nemendur í áföngunum MYNL2GM og MYNL3FM hittu í lista-og menningarferð til Reykjavíkur. Starfandi listamenn voru heimsóttir á vinnustofur sínar og helstu söfnin skoðuð. Ferðin var fábær og lifir með nemendum og kennara.
Ferðin byrjaði á flottri heimsókn til myndlistarmannsins Tolla (Þorláks Morthens) og fengu nemendur góða innsýn í vinnuferli hans auk þess sem hann ræddi við nemendur um heima og geima. Næsta stopp var heimsókn á vinnustofu Söru Oskarsson og þar fékk hópurinn að sjá þar allt aðra nálgun við málverkið en nemendurnir eiga að venjast. Daginn eftir fengum við flotta leiðsögn um Kjarvalsstaði og sáum þar sýningu Hildar Bjarnardóttur Vistkerfi Lita auk þess sem við fengum góða innsýn inn í líf og störf meistara Kjarvals. Því næst héldum við á Listasafn Íslands þar sem fræðslufulltrúi listasafnsins var með algjörlega frábæra leiðsögn. Við komum á frekar slæmum tíma þar sem bæði var verið var að taka niður sýningu og setja upp aðra, en það reyndist happafengur og var okkur boðið inn í sýningarsalina og fengu nemendur að sjá upphengingarferlið, hitta sýningarstjóra, forvörð og listamenn. Einstakt tækifæri sem allajafna stendur ekki til boða og frábært fyrir nemendur að upplifa safnið á þennan hátt. Að lokum var svo haldið í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu þar sem við sáum sýninguna RÍKI – flóra, fána, fabúla auk þess sem Erró var að sjálfsögðu skoðaður í bak og fyrir.  MYNDIR