Nýnemadagur

Spark á nýnemadegi. Mynd: Gísli Kristinsson
Spark á nýnemadegi. Mynd: Gísli Kristinsson
Nemendafélagið skipulagði sérstaka dagskrá fyrir helgina þar sem markmiðið var að nýnemar kynntust eldri nemum og gagnkvæmt. Félagið bauð upp á pizzu í hádeginu og síðan var farið í ýmsa leiki. Skipt var í tvö lið og keppt í sparkó og fótbolta á sparkvellinum.

Nemendafélagið skipulagði sérstaka dagskrá fyrir helgina þar sem markmiðið var að nýnemar kynntust eldri nemum og gagnkvæmt. Félagið bauð upp á pizzu í hádeginu og síðan var farið í ýmsa leiki. Skipt var í tvö lið og keppt í sparkó og fótbolta á sparkvellinum.

Áformað hafði verið að nemendur yrðu síðan fjárbændum til aðstoðar við að reka féð gegnum bæinn til réttar eins og gert hefur verið undanfarin haust. En það fór öðruvísi en ætlað var.  Gangnamenn voru seinir fyrir og nemendur farnir heim áður en féð kom niður. Dagskrá nýnemadagsins þótti samt vel heppnuð og gangnamenn fengu afganginn af pizzunni þegar þeir höfðu um síðir rekið féð inn í réttina.

Sjá myndir