Gist á fjöllum

Nemendur á leið í Mosa.
Nemendur á leið í Mosa.
Nemendur sem stunda nám útivist gengu að fjallaskálanum Mosa í vikunni en það er skáli sem er efst á Reykjaheiði á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Nemendur fóru í tveimur hópum og voru leiðsögumenn Gestur Hansson og Patrekur Þórarinsson.

Nemendur sem stunda nám útivist gengu að fjallaskálanum Mosa í vikunni en það er skáli sem er efst á Reykjaheiði á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Nemendur fóru í tveimur hópum og voru leiðsögumenn Gestur Hansson og Patrekur Þórarinsson.

Veðrið var fullkomið til útináms, logn og þoka, því var tilvalið að læra vel á áttavita sem þau gerðu. Þau kipptu sér reyndar ekki mikið upp við veðurfarið en höfðu því meiri áhyggjur af því að vera símalaus í einn sólarhring. Þau áttuðu sig reyndar á því eftir ferðina hvað náttúruöflin geta gefið þeim og köllum við þetta sálræna hreinsun eða "detox". Á heimleiðinni fundu nemendur snjóvegg þar sem var hægt að athafna sig í ísklifri með ísaxir, ganga á broddum og síga niður 25 metra vegg. Þau voru hæstánægð eftir ferðina og hlökkuðu mikið til þeirrar næstu en þá fara nemendur í sama áfanga í Héðinsfjörð að gista í tjaldi og reyna á kuldaþol. MYNDIR