Katrín Ýr söngkona í London
Nemenda bíða ný, fjölbreytt og spennandi verkefni í næstu viku en þá er miðannarvika skólans. Margir ætla að kynna sér skyndihjálp hjá Hörpu Jónsdóttur hjá Rauðakrossinum en áfanginn er skylda fyrir nemendur á útivistarsviði. Aðrir hafa valið að fara í tónlistarbúðir hjá Katrínu Ýr sem er söngkona og býr í London. Valin verða verkefni tengd tónlistarflutningi til að vinna með og flytja á tónleikum.
Hópur nemenda hefur valið að læra um skordýr. Þau gegna lykilstöðu í þurrlendisvistkerfum jarðarinnar, hafa mikil áhrif á samfélög manna og hringrás næringarefna.
Menning, smádýr, söngur og skyndihjálp
Nemenda bíða ný, fjölbreytt og spennandi verkefni í næstu viku en þá er miðannarvika skólans. Margir ætla að kynna sér skyndihjálp hjá Hörpu Jónsdóttur hjá Rauðakrossinum en áfanginn er skylda fyrir nemendur á útivistarsviði. Aðrir hafa valið að fara í tónlistarbúðir hjá Katrínu Ýr sem er söngkona og býr í London. Valin verða verkefni tengd tónlistarflutningi til að vinna með og flytja á tónleikum.
Hópur nemenda hefur valið að læra um skordýr. Þau gegna lykilstöðu í þurrlendisvistkerfum jarðarinnar, hafa mikil áhrif á samfélög manna og hringrás næringarefna. Kennari í smádýrasmiðjunni er Guðmundur Halldórsson, skordýrafræðingur hjá Landgræðslunni.
Landa- og menningarfræði er í boði hjá Klöru Mist Pálsdóttur, mannfræðingi. Þar munu nemendur ráða mestu um hvaða álfur eða lönd verða fyrir valinu sem viðfangsefni. Hluti starfsbrautarnema velur þennan áfanga.
Síðast en ekki síst er í boði að nema táknmál hjá Unni Unnsteinsdóttur, táknmálstúlki hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Nemendur læra að spyrja og svara einföldum spurningum, gefa einföld fyrirmæli og lýsa athöfnum daglegs lífs. Í textum námskeiðsins er fjallað um mál og menningu, heyrnarleysi, samfélag heyrnarlausra og táknmál.