Gildi mynd Lísbet Hauksdóttir
Þrír kennarar skólans, Inga, Jóna Vilhelmína og Lísebet kynna sér nýbreytni, kennsluhætti og skipulag í dönskum skólum í þessari viku. Þær hafa þegar skoðað Bröndby framhaldsskólann og fylgst með námi og kennslu í dönsku og íþróttum. Þarna eru um 230 nemendur. Þeir geta valið milli þriggja brauta og ljúka námi á þremur árum.
Þrír kennarar skólans, Inga, Jóna Vilhelmína og Lísebet kynna sér nýbreytni, kennsluhætti og skipulag í dönskum skólum í þessari viku. Þær hafa þegar skoðað Bröndby framhaldsskólann og fylgst með námi og kennslu í dönsku og íþróttum. Þarna eru um 230 nemendur. Þeir geta valið milli þriggja brauta og ljúka námi á þremur árum.
Þær heimsóttu einnig Bröndby íþróttaskólann sem er heimavistarskóli fyrir fjórtán og fimmtán ára nemendur sem eru um eitt hundrað. Þeir koma víða að, meðal annars frá Færeyjum. Skólinn leggur áherslu á íþróttir eins og nafnið gefur til kynna. Flestir sérhæfa sig í fótbolta en 22 æfa dans og 6 borðtennis. Einnig er boðið upp á handbolta og golf en enginn nemandi æfir þær greinar þetta skólaár. Það voru tveir nemendur sem sýndu íslensku gestunum skólann en þeir áttu líka fund með skólastjóranum sem bauð þeim í hugleiðslu. Hann er með réttindi til að þjálfa og kenna núvitund (mindfulness) og eru nemendur skólans þjálfaðir í núvitund. Ekki fylgir sögunni hvert formið var á dönsku hugleiðslunni en svo vill til að á sama tíma fengu nemendur Lísebetar í lýðheilsu þjálfun í walking mindfullness hjá Scott Probst vini okkar frá Ástralíu sem hér dvelur í Listhúsinu.