Menntaskólinn á Tröllaskaga mynd GK
Hjá sveitarfélaginu Fjallabyggð eru uppi áform um að byggja við skólahús Menntaskólans. Markmiðið er að taka viðbygginguna í notkun haustið 2017. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarstjórn kynntu sér á fundi í skólanum í gær þarfagreiningu sem Lára Stefánsdóttir, skólameistari og starfsmenn hafa gert.
Hjá sveitarfélaginu Fjallabyggð eru uppi áform um að byggja við skólahús Menntaskólans. Markmiðið er að taka viðbygginguna í notkun haustið 2017. Gunnar Birgisson, bæjarstjóri og fulltrúar í bæjarstjórn kynntu sér á fundi í skólanum í gær þarfagreiningu sem Lára Stefánsdóttir, skólameistari og starfsmenn hafa gert.
Í greiningunni er gert ráð fyrir að í viðbyggingunni verði matsalur fyrir nemendur og starfsmenn og móttökueldhús. Einnig fjölnota salur með sviði, geymslur fyrir búnað vegna iðkunar frjálsra íþrótta, skíðaíþrótta og fleira. Það hefur háð starfsemi skólans að hafa ekki aðstöðu til að matast í skólanum og ekki hægt að ræða við alla nemendur í einu.
Búist er við að ákvörðun verði tekin á vordögum.