Kristinn G Jóhannsson mynd Skapti Hallgrímsson
Skólanum barst í morgun málverk, höfðingleg gjöf frá Kristni G. Jóhannssyni, sem lengi var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. Kristinn hefur áður gefið Menntaskólanum listaverk, það fyrsta strax við stofnun. Samstals á skólinn tíu verk eftir Kristinn.
Skólanum barst í morgun málverk, höfðingleg gjöf frá Kristni G. Jóhannssyni, sem lengi var skólastjóri Gagnfræðaskólans í Ólafsfirði. Kristinn hefur áður gefið Menntaskólanum listaverk, það fyrsta strax við stofnun. Samstals á skólinn tíu verk eftir Kristinn. Lára Stefánsdóttir, skólameistari hefur varpað fram þeirri hugmynd að ef byggt verður við skólann, eins og til stendur, færi vel á því að halda yfirlitssýningu á verkum Kristins þegar nýbyggingin verður tekin í notkun. Kristinn tók þessu einstaklega vel og sagði að þetta væri þess virði að lifa fyrir. Kristinn verður senn 80 ára en hann hefur sinnt list sinni alla ævi og eru liðlega sextíu ár liðin síðan hann hélt fyrstu sýninguna. Verk hans lífga upp á skólann en hér er stefna að hafa listaverk í öllum kennslustofum og öðrum rýmum þar sem nemendur og starfsmenn dvelja eða eiga leið um. Myndlist er þannig þáttur í daglegu umhverfi þeirra sem í skólanum eru.