Nemendur frá Dalvík
Um þrjátíu nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu menntaskólans í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta en síðan hófst leikur. Gestirnir skiptu sér í hópa og kepptu þeir um að ná myndum af ýmsum persónum og fyrirbærum í skólanum.
Um þrjátíu nemendur í tíunda bekk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar kynntu sér nám, námsframboð, húsakynni og aðstöðu menntaskólans í morgun. Inga, stærðfræðikennari sýndi það helsta en síðan hófst leikur. Gestirnir skiptu sér í hópa og kepptu þeir um að ná myndum af ýmsum persónum og fyrirbærum í skólanum.
Hóparnir þurftu meðal annars að finna nemanda eða starfsmann með tattú, skegg, gleraugu og í marglitum sokkum. Nokkuð þvældist fyrir sumum að finna gamla Idolstjörnu og málverk eftir Bergþór Morthens. Hins vegar voru strákarnir fljótir að finna Playstationtölvuna. Kynningunni lauk með pizzuveislu á Höllinni. Myndir