Listaverkin í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Lára Stefánsdóttir – Snævi þakið – Án titils
Lára Stefánsdóttir – Snævi þakið – Án titils
Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk bæði eftir innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum.

Veggi Menntaskólans á Tröllaskaga prýða mörg listaverk bæði eftir innlenda og erlenda listamenn og á skólinn orðið ágætt safn listaverka. Sumt hefur skólinn keypt á ferli sínum, annað hefur skólanum borist að gjöf frá velunnurum.
Listaverk eru víða í skólanum og hefur verið leitast við að hafa listaverk í sem flestum kennslustofum og öðrum rýmum þar sem nemendur og starfsmenn eiga leið um.

Myndlist er þannig þáttur í daglegu umhverfi þeirra sem í skólanum eru.

Listaverk mánaðarins á Lára Stefánsdóttir sem lærði í Academy of Art University í San Francisco þar sem hún tók MFA (Master of Fine Art) í listljósmyndun. Hún hefur haldið sýningar í bæjunum á Tröllaskaga; Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, á Akureyri, í Reykjavík og í St Paul í Minnesota í Bandaríkjunum. Viðfangsefnin eru náttúran, tákn og sögur. Hún er skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði og kennir þar einnig listljósmyndun.

„Flestar ljósmyndir mínar eiga sér sögur sem ég er stundum til í að segja frá“

                                                                                              Lára Stefánsdóttir

Í verkinu má sjá kynjamynd sem birtist þegar snjór tekur að bráðna að vori til og frásögn fjallanna kemur í ljós.