Viðburður í nýju aðstöðunni

Lára, Ólöf, Sólrún og Tanja mynd Þórarinn H
Lára, Ólöf, Sólrún og Tanja mynd Þórarinn H
Meðal verklegra æfinga í áfanga um frumkvöðlafræði er að skipuleggja viðburði eða uppákomur sem lífga upp á skólabraginn. Stöllurnar Tanja Mihaela Muresan, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs notuðu nýju nemendaaðstöðuna og buðu þar upp á veitingar. Úr hollustudeildinni var niðurskorið grænmeti en þær buðu einnig upp á súkkulaði og heimabakað. Vakti uppátækið mikla lukku meðal samnemenda og veitingarnar runnu út.

Meðal verklegra æfinga í áfanga um frumkvöðlafræði er að skipuleggja viðburði eða uppákomur sem lífga upp á skólabraginn. Stöllurnar Tanja Mihaela Muresan, Sólrún Anna Ingvarsdóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir og Lára Þorsteinsdóttir Roelfs notuðu nýju nemendaaðstöðuna og buðu þar upp á veitingar. Úr hollustudeildinni var niðurskorið grænmeti en þær buðu einnig upp á súkkulaði og heimabakað. Vakti uppátækið mikla lukku meðal samnemenda og veitingarnar runnu út.