Jákvæðnikassi

Hallgrímur og Þórarinn mynd GK
Hallgrímur og Þórarinn mynd GK
Nemendur í frumkvöðlaáfanga skólans, Tröllaskagaáfanga, hafa það verkefni þessar vikurnar að efla skólabraginn. Á því hafa menn ýmsan hátt og reynir sérstaklega á fjarnema í þessu verkefni. Elín María Jónsdóttir og Sindri Ólafsson leystu það þannig að senda „jákvæðnikassa“ sem geymir miða með uppbyggilegum skilaboðum til að fólk fari jákvæðara inn í daginn.

Nemendur í frumkvöðlaáfanga skólans, Tröllaskagaáfanga, hafa það verkefni þessar vikurnar að efla skólabraginn. Á því hafa menn ýmsan hátt og reynir sérstaklega á fjarnema í þessu verkefni. Elín María Jónsdóttir og Sindri Ólafsson leystu það þannig að senda „jákvæðnikassa“ sem geymir miða með uppbyggilegum skilaboðum til að fólk fari jákvæðara inn í daginn.

Kassinn hefur vakið lukku. Myndin sýnir kennarann í Tröllaskagaáfanga, Þórarinn Hannesson og Hallgrím Sambhu Stefánsson,  nemanda draga sér miða. „Brostu það fer þér betur“ stóð á miðanum sem annar dró en hinn fékk skilaboðin „lífið er yndislegt“.