Samþætting ólíkra greina

Hópmynd GK
Hópmynd GK
Tuttugu og fimm nemendur skólans eru að leggja af stað til Danmerkur til vikudvalar. Þeir fá meðal annars að reyna sig á seglbretti við strönd Jótlands, klifra í trjám og skoða vindorkuver. Heimsóknin er liður í samstarfi MTR við Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi og koma nemendur þaðan hingað í apríl á næsta ári. Samskiptamál í verkefninu er danska.

Tuttugu og fimm nemendur skólans eru að leggja af stað til Danmerkur til vikudvalar. Þeir fá meðal annars að reyna sig á seglbretti við strönd Jótlands, klifra í trjám og skoða vindorkuver. Heimsóknin er liður í samstarfi MTR við Fjordvang Ungdomsskole á Jótlandi og koma nemendur þaðan hingað í apríl á næsta ári. Samskiptamál í verkefninu er danska.
Skólarnir fengu styrk frá Menntaáætlun norrænu ráðherranefndarinnar, Nordplus, að upphæð 5,5 milljónir króna. Samstarfsverkefnið snýst um að samþætta náttúrufræði, dönsku, útivist og íþróttir. Samstarfið fer að verulegum hluta fram á netinu, hóparnir hittast aðeins tvisvar en eru þá saman í viku í hvort skipti. Hið náttúruvísindalega þema er sjálfbær orka og verður kastljósinu beint að vindorku á Jótlandi og jarðvarma á Norðurlandi