Jótlandsævintýrið

Hákon Leó veiðir rækjur mynd Markús Rómeó
Hákon Leó veiðir rækjur mynd Markús Rómeó
Tuttugu og fimm nemendur í ÚTIDAN-áfanganum eru búnir að taka úr sér mesta hrollinn á tveimur dögum í Fjordvang Ungdomsskole. Þar er ekkert gefið eftir og dagurinn hefst með göngutúr klukkan sjö. Okkar fólk svaf yfir sig fyrsta daginn en vaknaði á réttum tíma í gær og skokkuðu sumir til að vera fljótari í morgunmatinn.

Tuttugu og fimm nemendur í ÚTIDAN-áfanganum eru búnir að taka úr sér mesta hrollinn á tveimur dögum í Fjordvang Ungdomsskole. Þar er ekkert gefið eftir og dagurinn hefst með göngutúr klukkan sjö. Okkar fólk svaf yfir sig fyrsta daginn en vaknaði á réttum tíma í gær og skokkuðu sumir til að vera fljótari í morgunmatinn.

Hópurinn hefur eytt talsverðum tíma á breiðum sandströndum Jótlands og veiddi þar krabba, rækjur og skelfisk í gær, samkvæmt frásögn á fréttasíðu hópsins á Facebook. Þar má líka lesa um ferð  í vindorkuver á mánudaginn og fótboltakeppni við gestgjafana, sem þeir voru svo kurteisir að tapa.

Víkingasafnið í Ribe var skoðað í gær og þótti leiðsögumaðurinn skemmtilegur og lunkinn að halda íslenskum nemum við að hlusta á dönskuna. Þetta var tengdamamma skólastjórans. Þegar kom að því að skoða skipaskurðinn í Ribe var það foreldri eins í danska hópnum sem tók á móti íslensku gestunum. Eftir strangan dag í Ribe sofnuðu sumir á heimleiðinni í rútunni. Myndir