Markús Rómeó mynd GK
Í hinum fjölbreytta útivistaráfanga ÚTI2B er sjósund ein þeirra greina sem nemendur reyna sig við. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sjósundi og sjóböðum í köldum sjó við strendur Tröllaskaga. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Í hinum fjölbreytta útivistaráfanga ÚTI2B er sjósund ein þeirra greina sem nemendur reyna sig við. Gæta verður fyllsta öryggis því nokkur áhætta getur fylgt sjósundi og sjóböðum í köldum sjó við strendur Tröllaskaga. En eins og myndirnar bera með sér er fátt sem jafnast á við bað í höfninni í Ólafsfiði í björtu og kyrru veðri.
Sé líkamanum er ekki ofgert, bendir ekkert til annars en að sjóböðum fylgi sömu jákvæðu heilsufarlegu áhrif og hverri annari líkamsrækt. Ekki er heldur hægt að útiloka að aukið álag sjósundsins á viss lífeðlisfræðileg kerfi, eins og til dæmis blóðrásarkerfið, hitastjórnunarkerfið og ónæmiskerfið, hafi einhver jákvæð aðlögunaráhrif umfram aðra líkamsrækt. Frekari rannsókna er þó þörf til að sannreyna það, segir á Vísindavefnum. MYNDIR