Hljóðskúlptúr mynd Guðbjörg Hilmarsdóttir
Gerð hljóðskúlptúra er ung listgrein þar sem listamenn nota ýmsa hljóðgjafa sem efni í sköpun sína oft í samhengi við ákveðin rými. Í þessum miðannaráfanga er lögð sérstök áhersla á gerð hljóðgjafa sem eru bæði skúlptúrar og hljóðfæri. Nemendur sýna afrakstur vinnunnar í Björgunarsveitarhúsinu í Ólafsfirði á föstudag. Allir íbúar í Fjallabyggð og nágrenni eru velkomnir á sýninguna milli kl. 13:00 og 15:00.
Gerð hljóðskúlptúra er ung listgrein þar sem listamenn nota ýmsa hljóðgjafa sem efni í sköpun sína oft í samhengi við ákveðin rými. Í þessum miðannaráfanga er lögð sérstök áhersla á gerð hljóðgjafa sem eru bæði skúlptúrar og hljóðfæri. Nemendur sýna afrakstur vinnunnar í Björgunarsveitarhúsinu í Ólafsfirði á föstudag. Allir íbúar í Fjallabyggð og nágrenni eru velkomnir á sýninguna milli kl. 13:00 og 15:00.
Kennarar í áfanganum eru Kristín Cardew og Guðbjörg Hilmarsdóttir. Þær fara yfir undirstöðuatriði í hljóðupptökum og hljóðvinnslu og nota kveikjur af netinu til að kynna hugtökin hljóðganga, hljóðinnsetning og hljóðskúlptúr. Nemendur vinna m.a. tveir og tveir saman og taka upp hljóð og mynd. Lokaverkefni nemenda verða á sýningunni á föstudag. Myndir Myndband