Uppeldis- og menntunarfræði

Í Íþróttahúsi mynd Heiðdís Björk
Í Íþróttahúsi mynd Heiðdís Björk
Hópur nemenda kynnti sér uppeldisfræði í miðannarvikunni. Námskeiðið samanstóð af stuttum fyrirlestrum, verkefnavinnu og vettvangsferðum. Farið var í Háskólann á Akureyri, Grunnskóla Fjallabyggðar og leikskólana Leikhóla á Ólafsfirði og Hólmasól á Akureyri. Það er Hjallastefnuskóli og þótti nemendum MTR athyglisvert að kynnast starfinu þar og hitta Margréti Pálu Ólafsdóttur, frumkvöðul í leikskólastarfi hér á landi.

Hópur nemenda kynnti sér uppeldisfræði í miðannarvikunni. Námskeiðið samanstóð af stuttum fyrirlestrum, verkefnavinnu og vettvangsferðum. Farið var í Háskólann á Akureyri, Grunnskóla Fjallabyggðar og leikskólana Leikhóla á Ólafsfirði og Hólmasól á Akureyri. Það er Hjallastefnuskóli og þótti nemendum MTR athyglisvert að kynnast starfinu þar og hitta Margréti Pálu Ólafsdóttur, frumkvöðul í leikskólastarfi hér á landi.

Í fyrirlestrum og verkefnum var meðal annars fjallað um sögu uppeldis- og menntunar, þroska barna og unglinga og tengsl hans við námsgetu og þróun námsefnis, gæði skóla og þróun á skólastarfi og mismunandi uppeldisstefnur. Kennari var Heiðdís Björk Gunnarsdóttir. MYNDIR