Kiljuljóð
Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að leggja stund á skapandi skif hjá Sigrúnu Valdimarsdóttur. Allir sömdu ljóð og sögur og sumir leikrit. Til varð leikþátturinn Tveir á fjalli sem greinir frá tveimur vinum í Fjallabyggð sem ákveða að fara á Humarhátíðina á Höfn í Hornafirði á hestinum Glófaxa.
Í miðannarvikunni valdi hópur nemenda að leggja stund á skapandi skif hjá Sigrúnu Valdimarsdóttur. Allir sömdu ljóð og sögur og sumir leikrit. Til varð leikþátturinn Tveir á fjalli sem greinir frá tveimur vinum í Fjallabyggð sem ákveða að fara á Humarhátíðina á Höfn í Hornafirði á hestinum Glófaxa.
Hópurinn viðraði sig líka útivið - gekk um bæinn, horfði á húsin og bjó til sögu um fólkið í húsunum. Kennd voru ýmis tæknileg atriði við gerð sögu og farið yfir hvaða brellum höfundar mismunandi texta beita, til dæmis rithöfundar, blaða- og fréttamenn og höfundar auglýsingatexta. Allur hópurinn samdi kiljuljóð samningin fór fram á bókasafninu þar sem lesið var á kili bóka og gerð ljóð úr hráefninu. Dæmi: Skrifað í stjörnurnar Elsku besti pabbi Ef þú bara vissir Ég elska þig Ég skal gera þig svo hamingjusaman ... áður en ég dey. Myndir Myndband