Wind surfing
Nemendur í ÚTIDAN-áfanganum áttu frábæran dag í gær. Klifur í trjám í Hundaskógi og vindrenningur (windsurfing) voru meðal viðfangsefna en einnig hjólreiðar og almenn útivist. Í útivistinni vorum við að tálga og hnýta hnúta og gerðum okkur kakó, hreint útsagt frábær dagur, segir á fréttasíðu hópsins.
Nemendur í ÚTIDAN-áfanganum áttu frábæran dag í gær. Klifur í trjám í Hundaskógi og vindrenningur (windsurfing) voru meðal viðfangsefna en einnig hjólreiðar og almenn útivist. Í útivistinni vorum við að tálga og hnýta hnúta og gerðum okkur kakó, hreint útsagt frábær dagur, segir á fréttasíðu hópsins.
Þar kemur líka fram að Lísa og Rúnar hafi ýtt liðinu í gang klukkan sjö og í gönguferð fyrir morgunmat. Frásögnin er hin líflegasta. Eftir þessa dásemdar göngu fengum við okkur góðan morgunmat og skelltu sumir sér svo í fyrstu lögnina til að undirbúa sig fyrir átök dagsins.
Klukkan 8:30 mættu allir uppí rútu og fóru sumir út í Hundaskóginn og fóru að klifra í trjám. Hinir sem voru eftir í rútunni fóru í svokallað Wind Surfing og var það mjög skemmtilegt bæði tvennt, hreint út sagt dásamlegur morgun. Við fengum okkur svo hádegismat þegar við komum tilbaka og var okkur boðið uppá svínakjöt með kartöflum og allskonar grænmeti og ávöxtum og ekki má gleyma vatninu góða.
Í lok dags fóru menn svo að undirbúa sig undir að kveðja Fjordvang Ungdomsskole og halda heim á leið með viðkomu í Kaupmannahöfn. Við ákváðum svo að þrífa húsin okkar sem við erum í og pakka niður fyrir Kaupmannahafnarferðina okkar sem hefst á morgun og leggjum við í hann í fyrramálið. Svo settust nokkrir fótboltaunnendur niður í bíósalinn svokallaðan og horfðu á landsleik, Danmörk gegn Portúgal. Í lokinn þá fengum við boð frá köllum (sumir komnir á sextugsaldurinn) í innanhúsfótbolta og kenndum við þeim nokkra takta og þeir okkur. Þessi dagur hefur verið algjör snild og með því að halda jákvæðninni uppi þá er alltaf gaman og skemmtilegt
Fréttamenn dagsins voru Erla Marý, Hákon Leó og Snjólaug. Myndir