Persónuhlífar í knattspyrnu

Örn Elí mynd HF
Örn Elí mynd HF
Í knattspyrnu er aðeins ein regla um persónuhlífar. Hún er um legghlífar. Einnig eru til hjálmar sem verja höfuð leikmanna í skallaeinvígjum en engar reglur eru um notkun þeirra. Örn Elí Gunnlaugsson fjallaði um höfuðáverka í knattspyrnu í lokaverkefni sínu á íþróttabraut. Hann telur að afleiðingar höfuðmeiðsla séu mun alvarlegri en slysa á fótum og setur spurningamerki við forgangsröðunina

Í knattspyrnu er aðeins ein regla um persónuhlífar. Hún er um legghlífar. Einnig eru til hjálmar sem verja höfuð leikmanna í skallaeinvígjum en engar reglur eru um notkun þeirra. Örn Elí Gunnlaugsson fjallaði um höfuðáverka í knattspyrnu í lokaverkefni sínu á íþróttabraut. Hann telur að afleiðingar höfuðmeiðsla séu mun alvarlegri en slysa á fótum og setur spurningamerki við forgangsröðunina.

Höfuðáverkar í knattspyrnu eru allt frá glóðarauga til heilaskemmda og ekki alltaf sjáanlegir. Talið er að endurteknir höfuðáverkar geti í verstu tilvikum leitt til Parkinsonsjúkdóms, en gegn honum er fátt um varnir. Örn Elí hefur sjálfur tvisvar fengið höfuðhögg í knattspyrnu og meðal annars misst tímabundið sjón á öðru auga. Honum var tjáð að mögulegar afleiðingar væru varanleg blinda, taugahrörnun og fleira og var ráðlagt að hætta í fótbolta. Leiðbeinandi Arnar Elís við lokaverkefnið var Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari.