Hópmynd GK
Þrjátíu og einn nemandi brautskráðist frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Þetta er langstærsti hópur sem brautskráðst hefur frá skólanum en samtals eru útskrifaðir 97. Í morgun brautskráðust 12 af félags- og hugvísindabraut, fimm af íþróttabraut, fimm af náttúruvísindabraut, fimm af starfsbraut og fjórir af listabraut. Nemendur á vorönn voru um 230 en starfsmenn tuttugu og fimm. 43% nemenda voru úr Fjallabyggð en 13% frá Dalvík.
Þrjátíu og einn nemandi brautskráðist frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í morgun. Þetta er langstærsti hópur sem
brautskráðst hefur frá skólanum en samtals eru útskrifaðir 97. Í morgun brautskráðust 12 af félags- og hugvísindabraut, fimm af
íþróttabraut, fimm af náttúruvísindabraut, fimm af starfsbraut og fjórir af listabraut. Nemendur á vorönn voru um 230 en starfsmenn tuttugu
og fimm. 43% nemenda voru úr Fjallabyggð en 13% frá Dalvík.
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari sagði í ræðu sinni við brautskráninguna að
skólastarfið hefði verið farsælt og rekstur skólans væri hallalaus. Nám væri fjölbreytt, nemendur hefðu til dæmis náð
góðum árangri í listum og nú hefði útivistarbraut eflst og væri vel búin. Í haust hefði verið gert ytra mat í fyrsta sinn
en það er nokkurs konar eftirlit á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis. Matið hefði komið afar vel út og styrkti fólk í
starfi. Tekist hefði að skapa hlýlegt og gott skólasamfélag í MTR.
Lára Stefánsdóttir, skólameistari ræddi um aðferðir við að láta drauma sína rætast og mikilvægi þess að
menntast. Menntaður maður, á hvaða sviði sem væri, sem sýndi sjálfstæði í hugsun og athöfnum, væri meira virði fyrir
samfélag sitt en sá sem lægi mest í sófa og gerði það sem honum væri sagt. Hún hvatti nemendur til að setja sér markmið og
keppa hughrausta að þeim, það sem gilti í lífinu væri frumkvæði, sköpun og áræði.
Birgitta Þorsteinsdóttir flutti ávarp nýstúdents. Hún sagði að flestir teldu sig hafa heyrt allt of oft að allt væri hægt ef
viljinn væri fyrir hendi. Þetta væri hins vegar rétt og hún hvatti samstúdenta sína til að setja sjálfa sig í fyrsta sæti, velja
ástina, sýna hugrekki og láta óttann aldrei sigra sig. Hún sagði að skólinn hefði á fimm árum þróast í einn
þann flottasta og virtasta á landinu. Að lokum þakkaði hún starfsfólkinu sérstaklega fyrir góða leiðsögn og samveru.
MYNDIR