Menntaskólanum barst í morgun tilkynning um að skólinn hefði fengið Erasmus+-styrk fyrir verkefnið Skapandi og nýstárlegar lausnir í menntun sem er í flokknum Nám og þjálfun. Upphæð styrksins er nær 11 þúsund evrur og skal féð nýtt innan árs. Umsókn skólans fékk 85 stig af 100 mögulegum. Umsjónarmaður verkefnisins er Ida Semey.
Menntaskólanum barst í morgun tilkynning um að skólinn hefði fengið Erasmus+-styrk fyrir verkefnið „Skapandi og nýstárlegar lausnir
í menntun“ sem er í flokknum „Nám og þjálfun“. Upphæð styrksins er nær 11 þúsund evrur og skal féð
nýtt innan árs. Umsókn skólans fékk 85 stig af 100 mögulegum. Umsjónarmaður verkefnisins er Ida Semey.
Vilyrði liggur fyrir frá þremur dönskum framhaldsskólum um að taka á móti MTR-kennurum. Nám kennaranna felst í því að
fylgjast með kennslu í sérgrein sinni hjá kennara eða kennurum í móttökuskólunum í eina viku. Styrkfjárhæðin nægir
til að sex kennarar geti nýtt þetta tækifæri.