Aníta Sara mynd HF
Algengt virðist að stúlkur hefji neyslu eiturlyfja vegna þess að kærastar þeirra eru neytendur. Við vinnslu lokaverkefnis ræddi Aníta Sara Sigurðardóttir við fimm einstaklinga sem höfðu verið í mikilli neyslu. Viðmælendur voru á aldrinum 13-18 ára þegar þeir hófu neysluna. Stúlkurnar þrjár höfðu allar byrjað vegna þess að kærastar voru neytendur en strákarnir sögðust hafa byrjað af forvitni og spennu.
Algengt virðist að stúlkur hefji neyslu eiturlyfja vegna þess að kærastar þeirra eru neytendur. Við vinnslu lokaverkefnis ræddi Aníta Sara
Sigurðardóttir við fimm einstaklinga sem höfðu verið í mikilli neyslu. Viðmælendur voru á aldrinum 13-18 ára þegar þeir
hófu neysluna. Stúlkurnar þrjár höfðu allar byrjað vegna þess að kærastar voru neytendur en strákarnir sögðust hafa byrjað
af forvitni og spennu.
Allir höfðu viðmælendur farið í meðferð oftar en einu sinni og sumir oft, meðal annars erlendis. Öll sögðust vera edrú og sækja
AA-fundi þegar viðtölin voru tekin. Neyslan hafði mikil áhrif á líf þeirra allra, þau hættu í skóla eða voru rekin. Einnig
hafði neyslan áhrif á félagslíf þeirra, fjölskylda lokaði á þau og oft vinir líka. Útlitið breyttist neytendurnir
urðu sjúklegir og virtust miklu eldri en þeir voru. Neyslan hafði mjög mikil áhrif á þau öll, ein stúlkan lýsti því
að kærastinn hefði farið að beita hana líkamlegu og andlegu ofbeldi. Öll sögðu þau frá alvarlegum afleiðingum fíkniefnaneyslunnar
á andlega heilsu og sum lýstu kvíða og þunglyndi sem þau stríddu enn við. Aníta Sara brautskráðist af félags- og
hugvísindabraut í vor. Leiðbeinandi hennar við lokaverkefnið var Hjördís Finnbogadóttir.