Keppnisþunglyndi

Guðrún Stefanía mynd HF
Guðrún Stefanía mynd HF
Algengt virðist að einstaklingar sem keppt hafa í fitness falli í þunglyndi eftir keppni – sérstaklega eftir að þeir hafa keppt í fyrsta skipti. Sumir keppa ekki oftar. Guðrún Stefanía Jakobsdóttir kannaði fyrirbærið keppnisþunglyndi og fjallaði um það í lokaverkefni sínu. Hún brautskráðist af íþrótta- og útivistarbraut síðastliðinn laugardag.

Algengt virðist að einstaklingar sem keppt hafa í fitness falli í þunglyndi eftir keppni – sérstaklega eftir að þeir hafa keppt í fyrsta skipti. Sumir keppa ekki oftar. Guðrún Stefanía Jakobsdóttir kannaði fyrirbærið keppnisþunglyndi og fjallaði um það í lokaverkefni sínu. Hún brautskráðist af íþrótta- og útivistarbraut síðastliðinn laugardag.

Algengt er að þunglyndið birtist þannig að fólk geti ekki horft í spegil, treysti sér ekki í ræktina og heldur ekki í sund og eigi almennt erfitt með að vera með öðru fólki. Guðrún Stefanía sagði þegar hún kynnti verkefnið að hjá fólki skipust á tímabil ofáts og lystarleysis. Hún telur mögulegt að koma í veg fyrir keppnisþunglyndi með aukinni fræðslu og góðum samskiptum milli þjálfara og keppenda. En fitness sé ekki íþrótt fyrir fólk með lítið sjálfsálit. Fólk verði að vera tilbúið að sætta sig við ýmsa erfiðleika, andlega og líkamlega, eftir mót og líka á meðan keppni eru undirbúin. Sumir keppendur nota ólögleg lyf á undirbúningstímanum og sagði Guðrún Stefanía að sumir þjálfarar héldu slíkum lyfjum að viðskiptavinum sínum. Leiðbeinandi hennar við lokaverkefnið var Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari.