Frá hugmynd til framleiðslu

Hópmynd GK
Hópmynd GK
Hópur nemenda fékk tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum um framleiðslu í framkvæmd í miðannarvikunni. Hugmyndirnar komu frá nemendum sjálfum, þeir unnu með myndir eða aðrar skyssur í eigin tölvum og lærðu á forritið "inkscape" sem er forsenda þess að koma efninu á nothæft form fyrir skiltagerð.

Hópur nemenda fékk tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum um framleiðslu í framkvæmd í miðannarvikunni. Hugmyndirnar komu frá nemendum sjálfum, þeir unnu með myndir eða aðrar skyssur í eigin tölvum og lærðu á forritið "inkscape" sem er forsenda þess að koma efninu á nothæft form fyrir skiltagerð.

Nemendur prentuðu síðan út miða sem límdir voru á plastefni. Síðan var skiltið eða merkið skorið út með dúkahníf. Stafræn tækni var notuð í hönnun og mótun hlutanna. Fjölbreyttir og fallegir gripir urðu til og nemendur voru glaðir með sitt og stoltir af framleiðslunni eins og vera ber. Kennarar í áfanganum voru Tómas Atli Einarsson, steinsmiður hjá Skiltagerð Norðurlands og Hólmar Óðinsson kennari við MTR. MYNDIR